Frostdinglar

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Frostdinglum:

MÁTTUR MINNINGA

Sverðfiskur syndir
um í lófa mínum.

Ég legg egg hans
í mynd fortíðar.

Með ég sef skera
sverðfiskabörnin
holur í hörund mitt.

Andardráttur þeirra
varð klukka lífsins.

Myndin blóðlit.

HUGARMYNDIR

Ég tek myndir með huganum.
Framkalla með sálinni.

Myndgæði eftir atvikum

HEIMÞRÁ

Margvísleg fjöll
nálæg í þyrstum huga.

Þráin.
Eftir stórri eyju
byggðri smáfuglum.