Frosnu tærnar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Frosnu tærnar er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Týndu augun sem kom út 2003.

Af bókarkápu:

Allt er breytt á Háhóli eftir að álögum Þokudrottningarinnar var aflétt. Samt er eitthvað skrítið á seyði í sveitinni og því leggja Stína og Jonni á ný upp í mikla hættuför, nú í fylgd Skafta unga. Meðal töfragripa sem þau hafa með sér eru þrjár litlar flöskur með mismunandi litum vökva, gulnaður pappírssnepill með nótum og grænröndóttar buxur með ótal vösum. En er þetta nóg?