Franklin D. Roosevelt : Ævisaga

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1971

Úr formála Gylfa:

Í bók þessari er reynt að bregða upp mynd af Franklin Delano Roosevelt, einum stórbrotnasta og áhrifamesta stjórnmálamanni þessarar aldar. Roosevelt var kosinn forseti Bandaríkjanna á neyðartímum, þegar hagkerfi landsins riðaði til falls. Honum tókst að leiða þjóð sína úr ógöngum kreppunnar á braut velgengni og framfara. Að því loknu beið hans annað og meira hlutskipti. Hann gerðist leiðtogi bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari og lagði grundvöll að stofnun Sameinuðu þjóðanna.

Roosevelt hafði nýlega verið kosinn í fjórða sinn, þegar hann féll frá. Hann sat lengur að völdum en nokkur annar forseti í Bandaríkjunum. Saga hans er því sannarlega yfirgripsmikil og viðburðarík. Margir ævisagnaritarar fara fljótt yfir fyrri hluta ævi Roosevelts, en helga kreppuárunum, New deal-stefnunni og heimsstyrjöldinni síðari mest rúm. Höfundur þessarrar bókar valdi hins vegar þann kost að gera fyrri hlutanum nokkuð ítarleg skil á kostnað heimsstyrjaldarinnar síðari, sem flestum er vel kunn. Vert er að taka fram, að hér á eftir er ekki reynt að kryfja flókin og umdeild mál til mergjar eða uppgötva ný sannindi um Roosevelt forseta, heldur leitazt við að segja söguna af lífi hans og starfi á sem læsilegastan hátt eftir beztu fáanlegum heimildum.