Flýgur örn yfir

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1984
Flokkur: 

Úr Flýgur örn yfir:

I

Nýrúin fjöll,

það er sumar.

II

Golan hleypur
á tjörnum

og vatnið breytist
í gáruýfða
unga.

IV

Blátt vatnið
er kvöldrautt
undir sól
þegar jörðin
lokar augum
undir sólstöðukyrran
svefn.

XVII

Sól
gengur við staf
á ánni

fylgir okkur
niður á efstu
brot

steytingur
inn dalinn
og strýkur
hreisturgljáandi vatnið
kattmjúkri hendi

(s. 5 - 6, 8, 25)