Fjöllin verða að duga

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007
Flokkur: 

Úr Fjöllin verða að duga:

Hótel Edda

Hvar skyldi reimt
ef ekki í þessum
eldfornu héraðsskólum?

Enn er keimur
af yddi og nöguðum eplum
í öllum hornum
og loftið þykkt
af uppsafnaðri heimþrá.

Ískrið í krítinni
nístir merg og draum.

Ekki kvíði ég
þeirri gistinótt
er nú fer í hönd.

Vorverk

Vor eitt í París
hefjast óeirðir
samkvæmt venju.

Varðliðar mynda vegg
úr trefjaglersskjöldum
reyna að hefta flauminn.

Eins tókust
svarfdælskir bændur
á við Grundarlækinn
vopnaðir fjárhúshurðum
vor hvert
þegar nykurinn rumskaði
í tjörn sinni
undir Digrahnjúki.