Fjóli Fífils: Skuggaúrið

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007
Flokkur: 


Myndir: Ingi Jensson.Af bókarkápu:Morguninn eftir að Fjóli Fífils útskrifast úr Einkaspæjaraskóla Sumarliða kemur fyrsta dularfulla sakamálið upp í hendurnar á honum. Ásamt aðstoðarmönnum sínum býr hann sig undir að leysa ráðgátuna eins og sönnum spæjara er einum lagið!Úr bókinni:MorgunfréttablaðiðÞjófnaður á HeimsminjasafninuSnemma í gærkvöldi var brotist inn í Heims-

minjasafnið. Þjófurinn virðist hafa komist inn

um opinn þakglugga og þaðan inn í sýningarsal-

inn. Engar skemmdir voru unnar en þjófurinn

hafði á brott með sér mjög verðmætt gullúr. Fjóli Fífils einkaspæjari kippti blaðinu úr lúgunni til að lesa meira en sá sér til gremju að Aðalsteinn, hundur nágrannans, hafði komist í það á undan honum og étið hinn hluta fréttarinnar. Fjóli klóraði sér í kolsvörtum hárflókanum eins og hann gerði alltaf þegar hann varð æstur.„AHA, útvarpið!“ kallaði hann upp yfir sig og brunaði að sextíu ára gamla útvarpstækinu sem hann hafði fundið á flóamarkaði í fyrra. Það tók óratíma að stilla tækisgarminn en það hafðist að lokum. Púff, hann rétt náði morgunfréttunum. Þulurinn kom móður og másandi að hljóðnemanum og honum var greinilega mikið niðri fyrir:HUUUmmhumm … nú er komið að fléttum. Úps,

nei, nei, ég meina nú er komið að fréttum. Í fréttum er

þetta helst. Lögregluna grunar að fleiri en einn hafi tekið

þátt í ráninu á Heimsminjasafninu í gærkvöldi. Enn er

enginn grunaður um verknaðinn en lögreglustjóri segist

ekki ætla að láta deigan síga fyrr en tekist hefur að hand-

sama þjófana og endurheimta þýfið, dýrmætt gullúr.Fjóli tvísté af spenningi fyrir framan útvarpið. Reyndar þurfti hann líka að pissa en það mátti bíða. Þetta var mikilvægara. Rán! Gullúr! Þetta gat ekki verið betra. Fyrsta verkefnið hans! Fjóli hafði ekki búist við að fá eitthvað að fást við strax. Það var bara í gærkvöldi sem hann hafði útskrifast sem einkaspæjari úr Einkaspæjaraskóla Sumarliða. Hann var varla tilbúinn í slaginn. Hann vantaði enn allan útbúnað! En hann yrði að leysa úr því og það strax í dag. Heimsminjasafnið þarfnaðist hans … Spæjarans Fjóla Fífils … sérfræðings í fingrafaraleit! Meistara í fótsporafræðum! Jú, Fjóli var tilbúinn … TILBÚINN TIL STARFA! En fyrst ætlaði hann aðeins að skreppa á klósettið.(s. 5-6)