Fiðrið úr sæng Daladrottningar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1977
Flokkur: 

Úr Fiðrið úr sæng Daladrottningar

Vísa

Söknuður í brjósti mínu:
svöl tjörn á fjallinu.

Í tærri lygnunni
titrar mynd þín,
þegar blærinn andar
hvísla bárurnar orð þín,
söknuður í brjósti mínu,
segðu það engum.

Svöl og djúp
tjörn á fjallinu.