Faraldur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2009
Flokkur: 

Útvarpsleikrit, frumflutt í Útvarpsleikhúsi RÚV 2009 í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.

Um verkið:

Jana ákveður að einangra sig og fjölskyldu sína þegar alheimsfaraldur er í uppsiglingu. Bílskúrinn er fullur af mat. Þau þurfa bara að bíða þess að plágan gangi yfir. Hörmungarnar utan dyra láta fjölskylduna hins vegar ekki ósnortna, spennan á heimilinu magnast og ófyrirséð atvik setja skipulag Jönu úr skorðum. Einn úr hópnum þarf lífsnauðsynlega að fara út - en fær hann að koma inn aftur?