Fangi ástar og ótta

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994

Victoria Holt: The Captive.

Úr Fanga ástar og ótta:

Kennslukonan

Ég gat ekki dvalið endalaust á Trecorn setri og hafði alls enga löngun til að snúa aftur til Lundúna. Ég hafði komið á Trecorn setur í því augnamiði að komast að einhverju sem auðveldaði mér að leysa ráðgátuna. Nú fyrst sá ég hvað ég hafði verið hlægilega bjartsýn.
Dauði Teresu hafði ýtt ógæfu Símonar til hliðar í huga mér en þráhyggja mín var óðum að vakna til lífsins aftur. Mér fannst stundum að ef ég gæti aðeins komist í á Perrivale óðalið og kynnst öllum helstu leikurum í harmleiknum þá yrði mér eitthvað ágengt. Það hafði verið flónska af mér að halda að mér tækist þetta með því einu að halda til í nágrenni við óðalið. Mér fannst ég vanmáttug og ein á báti. Stundum var ég komin á fremsta hlunn með að trúa Lucasi fyriri öllu saman. Hann var bæði hugvitssamur og snjall. Hann gæti fundið einhver ráð. Aftur á móti gat allt eins verið að hann vísaði trú minni á Símon á bug sem rómantísku rugli. Hann gæti sagt á sinn raunsæja hátt: „Það var komið að manninum með byssuna í hendinni og hann lagði á flótta til að komast hjá rannsókn. Þetta segir sig sjálft. Þó hann hafi sýnt ákveðna útsjónarsemi og bjargað lífi okkar þá þarf það ekki að þýða að hann sé saklaus.“


(s. 156)