Eyjarnar átján: dagbók úr Færeyjarferð 1965

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1967
Flokkur: 

„16. ágúst, mánudagur

(...)Já nú er kóngafólkið orðið að einberum samkvæmislýð og þá jafnframt að kjaftakerlinga-fóðri, því að nú á tímum fjölmiðlunar þarfnast borgarbúar heimsins nýrrar tegundar kjaftasagna, ekki um nágranna sinn, heldur um þá em allir mega augum líta uppi á hefðartindum, og hinar nýju kjaftasögur verða að ná til milljóna fólks. Því hafa blöðin, ljósmyndatæknin og fleira tekið að sér hlutverk kjaftakerlinganna. Þannig er þetta allt að snúast við: einu sinni hafði kóngafólkið skoffín sér til skemmtunar úr röðum lýðsins, nú er kóngafólkið orðið að skoffínum hjá lýðnum. Sem sagt algjört demókratí. Og samkvæmt þessu ber bauðsyn til að breyta manngangnum á taflborðinu, samræma hann eðli tímans (ella verður manntaflið óeðlilega rómantískt) og lagfæra spil og spilareglur, hækka koppa og pósta í tign, en breyta mannspilunum í jókera.“

(s. 59)

Sveen Havsteen-Mikkelsen myndskreytti.