Enn lifir Emil í Kattholti

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1980

Astrid Lindgren : An lever Emil i Lönneberga.

Af bókarkápu:

Skammarstrik Emils í Kattholti eru víst jafnmörg og eyjarnar á Breiðafirði. Mamma hans skráði þau í bláar stílabækur og geymdi þær í kommóðuskúffu sem varð loks yfirfull. En Emil hélt áfram að tálga spýtukarla í skemmunni, þar sem hann varð að dúsa þegar prakkarastrikin keyrðu fram úr hófi. Þegar síðast fréttist voru spýtukarlarnir orðnir 369.

En Emil drýgði líka hetjudáð sem íbúar á Smálöndum glöddust svo yfir að þeir létu skammarstrikin gleymd og grafin. Og kannski hefur hann hætt öllum prakkaraskap og orðið oddviti í Hlynskógasókn þegar fram liðu stundir. Hver veit, það rætist oft ótrúlega vel úr óknyttastráknum.