Engin venjuleg kona; litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000

Úr Engin venjuleg kona:

Við Ragnar erum alvarlega ástfangin eins og tvö kirsuber sem hanga saman á stilk þótt aðstæður leyfi það engan veginn. Þegar líður nær jólum vex þrá mín eftir börnunum. Ég geri mér æ betur ljóst að ég hef hegðað mér eins og ég væri ung og frjáls og lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að ég á þrjú lítil börn. Fyrir jólin 1947 stend ég frammi fyrir svimandi ákvörðun. Fari ég heim eisn og ég hef lofað, verður allt í óvissu um samband okkar Ragnars og vonir mínar um frekari þroska og nám þá orðnar að engu. Þetta er erfiðasta ákvörðun lífs míns því í hinni metaskálinni er líf og framtíð þriggja lítilla barna.

s. 89.