Endurtekin orð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1961
Flokkur: 

Úr Endurteknum orðum:

Festingin

Gef þú mér rauða sól
og gulan bréfmána
til að líma á bláan grunn.
Og sjö stjörnur.

    Ég bý til úr leir
    jarðarinnar
    tvær mannverur,
brenni lófa þeirra saman,
bý til festingu.

En ég ríki ekki yfir líkt og
guð.
    Gefðu mér sólina rauðu,
    leir og gulan bréfmána.

(s. 9)