Elskar mig - elskar mig ekki

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010

Um þýðinguna

Smásögur fyrir unglinga eftir sextán höfunda frá átta norrænum málsvæðum. Böðvar Guðmundsson íslenskaði sögur allra erlendu höfundanna.

Sögurnar í bókinni eru:

Johanne Algren (Danmörk): Heitasta sumar í hundrað ár
Annelis Johansson (Svíþjóð): Mirima og ég og heimurinn
Jónína Leósdóttir (Ísland): Elskar mig - elskar mig ekki
Simon Issát Marainen (samíska málsvæðið): Síðasta bréfið
Marjun Syderbö Kjelnæs (Færeyjar): Skrifað í sandinn
Eiríkur Örn Norðdahl (Ísland): Blái hanskinn og vinstrivillan
Magssanguaq Qujaukitsoq (Grænland): Dansinn í Qaanaaq
Sari Peltonomieni (Finnland): Örið og sverðið
Anna Vikström (Svíþjóð): Betra en drasl
Ingelin Rössland (Noregur): Amor afturábak
Kirste Paltto (samíska málsvæðið): Vil ekki missa þig
Mette Honoré og Birgitte Rasmussen (Danmörk): Vinkonur
Kari Levola (Finnland): Grenigerðið
Erna Lynge (Grænland): And I made up my mind
Rakel Helmsdal (Færeyjar): Holdsveik
Lars Mæhle (Noregur): Öruggur slagur

Úr Elskar mig - elskar mig ekki

Skrifað í sandinn eftir Marjun Syderbø Kjelnæs

Súni horfir á hann. Tvær stelpur eru komnar inn, þær geta ekki verið eldri en 13-14 ára. Þær standa við sælgætishilluna þar sem sést yfir á kassann. Þær horfa á hann, hvíslast á og flissa. Súni sér hvernig hann nýtur þess.
,,Stilltu þig, Þrándur! hugsar hann.
Þrándur teygir úr sér, brosir og blikkar þær meðan Súni verður að pota tveimur klístruðum pylsum ofan í tvö frönsk pulsubrauð handa konu sem bíður óþolinmóð.
,,Okkur vantar pylsubrauð! Súni sér að Þrándur lætur eins og ekkert sé, hann lítur út fyrir að hafa misst áhugann á stelpunum og stendur og fiktar við iPodinn sinn. Hvers vegna skyldi hann svo sem gera eitthvað skynsamlegt?
,,Bensín á dælu þrjú! segir maður og leggur peningaseðla á búðarborðið.
,,Okkur vantar pylsubrauð! Súni gefst ekki upp.
Þrándur lítur spyrjandi á hann.
,,Og?
,,Farðu út á lager og náðu í kassa!
Þrándur slangrar af stað. Hann fer fram hjá sælgætishillunni, segir eitthvað við stelpurnar sem fær þær til að roðna og flissa enn meir.
,,Ég fékk þér fimmþúsundkall!
Súni lítur á manninn fyrir framan sig.
,,Þú gafst mér þúsund til abka, það áttu að vera fjögur þúsund.
,,Fjögur þúsund?
,,Já, ég fyllti á fyrir þúsund og lét þig frá fimm þúsund!!
Maðurinn er í þykkri prjónapeysu og hettuúlpu og er með derhúfu með eyrnahlífum á höfðinu. Hann vantar tvær tennur í neðrigóm og í hvert sinn sem hann segir eitthvað kemur tungubroddurinn fram í skarðið. Súni grettir sig.
,,Láttu mig fá peningana! þrumar maðurinn skyndilega, hallar sér fram á búðarborðið og reynir að teygja aðra höndina niður í kassann.
,,Slappaðu af maður! segir Súni og réttir honum þrjá þúsundkrónuseðla í viðbót.

(bls. 63-4)