Eldur í laufi

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Greinar Thors Vilhjálmssonar um listaverk eru listaverk. Lýsingar hans á ferðalögum eru ferðalög. Slík er orðkynngi hans þegar honum svellur móður, nákvæmni hans þegar hann vill sýna okkur myndir, eldmóður hans þegar hann vill vekja.

Eldur í laufi er listaverk og ferðalag. Hér er safn af greinum Thors og ræðum frá síðasta áratug og allt fram á þennan dag. Hann miðlar kynnum sínum af bókum og kvikmyndum, stöðum og fólki, fer með okkur vestur í dali og út í heim, segir frá mið-evrópskum höfundum og er svo skyndilega horfinn langt aftur í aldir, bregður sér í gervi sagnfræðingsins, bókmenntafræðingsins og kvikmyndafræðingsins - en er þó ævinlega samur við sig: Skáldið sem berst gegn rangsleitni og tildri og lofar orðið, hið frjálsa frelsandi Orð.