Ekki algerlega einn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997

Úrval ljóða eftir finnsk- sænska ljóðskáldið Lars Huldén. Njörður þýddi og ritaði inngang.

Úr bókinni:

Tíminn tók mig undir arminn
og þaut af stað með mig í norður.
Ég sparkaði trylltur með fótunum
sem vissu í sömu köldu átt.

Greip í kvisti og runna
sem stóðu við veginn þar sem við hlupum
og gamla gamla örugga örugga
sannleika.

En kvistirnir þeir brustu
og runnarnir rifnuðu upp með rótum
og sannleikarnir sátu í mér sjálfum.

Svo ekkert gat haldið mér kyrrum
þegar tíminn dró mig af stað
sér við arm.

(20)