Eitt tvö þrjú...

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 

Teikningar Jean Posocco

Úr Eitt tvö þrjú...:

- Ég skal sko segja ykkur
alvöru draugasögu, sagði Heiða
og settist hjá okkur.

- Pabbi minn hefur
hundrað sinnum séð draug og ég líka.

Við sátum alveg gapandi.

Svo byrjaði Heiða:

- Það gerðist kvöld nokkurt
í gömlum kirkjugarði austur á landi
að ung stúlka
opnaði sáluhliðið ofurhægt.
Það ískraði í hliðinu,
tungl óð í skýjum og . . .

Ég horfði allan tímann á hana.

Mér fannst hún vera dularfull.

Það var eins og hún stækkaði öll
meðan hún var að segja frá.

Kertaljósið skein á andlitið á henni
og hún var næstum því sæt.

Pési sat enn hjá mér.
Ég var líka að deyja úr hræðslu.

- Komum í andaglas,
sagði einhver þegar Heiða hætti.
Við rukum upp, til í allt.
En þá komu pabbi og mamma Klöru.

- Afmælið er búið!
sagði pabbi hennar stríðinn
og kíkti inn í stofu.

Við urðum samferða heim.
Pési gekk við hliðina á mér.
Á leiðinni var enginn sem stríddi Heiðu,
aldrei þessu vant.

Hún hafði komið okkur á óvart.

(s. 19-22)