Eintöl á vegferðum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

„19. júlí - Út um glugga.

Aftur á rangl um Nýhöfnina fyrir hádegi. Morgunblær yfir öllu; hamarshögg í fjarska. Tjörulykt í sólskininu, því verið var að lagfæra götuna. Bátur frá Túborg, hlaðinn ölkössum, sigldi undir brúna, sem rak vænginn upp í loft á meðan. Tvær stúlkur komu með handvagn í eftirdragi, girtan allháum rimlum og fullan af pínulitlum börnum sem öll voru ljóshærð, svo hlassið líktist mest hrúgu af blómkáli. Orti í kvöld kvæðisstúf. Meðan ég hnoðaði var alltaf verið að þenja flautu fyrir utan. Það var dyravörðurinn á Angelterre að hóa í leigubíla handa gestum. Hann stikar borðalagður fram á gangstéttina og flautar út yfir Kóngsins Nýjatorg, því að þar standa bílarnir í röðum og bíða eftir því að kjaftrenna einum eða tveimur milljónamæringum.

(s. 19)

Teikningar eftir Gunnar Karlsson.