Einskonar höfuð lausn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Úr Einskonar höfuð lausn:

2

úr blokkinni sástu loftnetaskóginn af
4ðu hæðinni þéttast & veturinn þýngja
eins & í reykvísku tragísku ljóði &
brjóstið líka þúngt eins & steinninn
á götunni grárri en í nokkurri fræðslu
mynd dvergur að fara yfir gatnamótin í
gulleitri birtu & djúpstæð minníng vakn
ar undir svefninn um hryllíng bakvið
glerið kúpta fyrir mörgum árum & óttinn
(eykur á dimmuna þegar tímaferðalaginu
lýkur)á sama stað(innifyrir)dagskránni
enn einusinni lokið góða nótt fyrir
1/2tíma GÓÐA NÓTT

(s. 18)