Einn í stríði

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1981

Um þýðinguna

Þýðing Árna á unglingasögunni Oorlog Zonder Vrienden eftir hollenska höfundinn Evert Hartman. Árni hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir þýðingu sína á bókinni.

,,Arnold sá hatrið í augum þeirra, hatrið sem síðustu mánuðina hafði leitt þá til að svívirða hann, ofsækja hann og gera líf hans eins óbærilegt og unnt var, aðeins vegna þess að faðir hans var félagi í hollenska Þjóðernissósíalistaflokknum (NSB). Foreldrar hans höfðu sagt honum að láta það sem vind um eyrun þjóta og þá myndi því linna af sjálfu sér. Þau sögðu að góður NSB-ari yrði að geta haft stjórn á sjálfum sér. En jafnvel sjálfsstjórn eru takmörk sett.

Einn í stríði gerist á tveimur árum síðari heimsstyrjaldar, 1942-1944. Arnold er brennimerktur í augum félaga sinna og faðir hans fylgir nasistum af blindri trú og hollustu. Slíkt ofstæki er Arnold fjarri skapi, en hann erm illi tveggja elda þótt hann kjósi helst að halda frið og margt hlýtur hann að reyna áður en lýkur. Sagan er afar viðburðarík og spennandi og frásögnin með slíkum raunsæisbrag að ætla mætti að höfundur segði hér frá eigin reynslu, ef ekki vildi svo til að hann var aðeins sjö ára í stríðslok.