Einkalíf

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995

Af myndarkápu:

Alexander, Magga og Nói eru orðin leið á tilbreytingarleysi Hollywood-mynda og ákveða að búa til eigin kvikmynd. Þau ná sér í myndavél með aðstoð síbrotamannsins Skúla Hrímfjörð og myndefnið er allt í kring um þau: ást og afbrýði, kynlíf fjárkúgun, sunnudagssteik, skilnaðir kynslóðabil og sólbekkir. En hvernig á að nálgast allt þetta efni og koma því fyrir í einni kvikmynd?
Í þessari frumlegu gamanmynd er hulunni svipt af friðhelgi einkalífsins. Í ljós kemur að á bakvið grímu hversdagsleikans leynist fólk sem lifir stormasömu tilfinningalífi og er ringlað og ráðvillt andspænis tilverunni-eins og þú.

Handrit og leikstjórn: Þráinn Bertelsson.