Einhver í dyrunum

Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000
Flokkur: 

Meðal efnis: ,,Leikritahöfundur = skáld + verkfræðingur: Magnús Þór Þorbergsson ræðir við Sigurð Pálsson, s. 9-14.

Úr Einhver í dyrunum:

1. Atriði
Baldur-Kolbrún-Laufey

Kolbrún: Mér er eitthvað illt...
Baldur: Eitthvað illt?
Kolbrún: Mér er eitthvað illt í eistunum.
Baldur: Í eyrunum?
Kolbrún: Eistunum.
Baldur: Eistunum. Ertu komin með eistu?
Kolbrún: Það er ekki kuldinn.
Baldur: Nei, ég bara spurði...
Kolbrún: Það á mikið eftir að kólna.
Baldur: ...af því að þú sagðir að þér væri illt í...
Kolbrún: Í eistunum?
Baldur: Já, var það ekki?
Kolbrún: Það á sér skýringar. Það kemur kuldanum ekkert við. Þannig...
Baldur: Ja það var gott að heyra.
Kolbrún: Mér er illt, kannski ekki alveg illt... Erfitt að skýra það út... Það er eins og é gfinni til sársauka í einhverju líffæri sem ég er ekki með... Þess vegna fannst mér...
Baldur: Þér er semsagt ekki illt í eistunum...
Kolbrún: Ég er ekki með eistu.
Baldur: Nei þú varst reyndar að segja að þér væri illt í þeim.
Kolbrún: Ekki svo ég viti...
  Ég finn að minnsta kosti ekki fyrir þeim... nei...ég var að reyna að skýra þetta út fyrir þér...en það... það er trúlega til lítils.
Baldur: Ja, ég veit það ekki; hef ég gefið til kynna á einhvern hátt að é gsé ekki tilbúinn að taka þátt í þínum vandamálum, þínum tilfinningum...
Kolbrún: (Stendur upp, grípur frammí) Nei; sko ég hef breyst.
Baldur: Hvernig sérðu það?
Kolbrún: Ég sé það ekki, ég finn það.
(46-47)