Eilíft andartak

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1986
Flokkur: 

Úr Elíft andartak:

Útmánuðir 1984

Ef einn dagur mun rísa
sólbjartur og himinblár
finn ég ef til vill
sæluhús dverga
í nöktum vetrarskógi.

Þangað vitjar mín stjúpan
með grýlukerti í vöngum
og eplið eiturkalt.

Síðan verð ég lagður
mjallhvítur
í klakakistu
og fæ að sofa, sofa

þangað til prinsinn kemur.