Ég stytti mér leið framhjá dauðanum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Flokkur: 

Úr Ég stytti mér leið framhjá dauðanum:

Skógarljóð

Seg þú mér fugl,
get ég þýtt söng þinn
yfir á mál mitt,

búið til tónlist
þar sem brimið ómar
í dröngunum

og þytur laufsins
leikur
við ljóð mín?
...

Bak við árhringi tímans,
sem tré meðal trjánna,
vex ég örlítill sproti
í einsemd hverfulla vona,
í eilífð sem grær.
...

Nei, þetta er ekki setning,
þetta er stígur í skógi
þar sem trén eru orð
sem hátta sig á haustin
og klæða sig á vorin.

Svo græn er kápa þín
að auðnin æpir
á varir
votar sem lauf.
...