Ég

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Bók í smákverasafni Birgittu, númer 3. Með myndum eftir höfund.

Úr Ég:

Stormur

Það er stormur inni í mér.
Feykir harðhentur burt
hinum forgengna.
Sáir ferskum minnum
þess í stað.

Hann laumast út.
Skilur eftir ládeyðu
og litlaust logn.
Hugur hægist,
hjartað slær svo lágt
að það heyrist varla.

Enn á ný stend ég í framandi fjöruborði,
falast eftir harðhentum ferskleika stormsins.