Eftir flóðið

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1983

Efter floden eftir P C Jersild í þýðingu Njarðar.

Úr bókinni:

Við setjum upp gildrur úr vír og álþynnum til að veiða lifandi kanínur. Það er nóg til aðf járnarusli, en við höfum hér um bil engin verkfæri. Og ekki getum við heldur brætt málm. Hvert sem maður fer, verður fyrir manni málmdrasl. Hjöruliður úr bíl, kolryðgaðar landbúnaðarvélar eða samanbeygðal þakjárn. Við notum álið mest, af því það er lint og erlegt að móta það. En það má passa sig - hér er töluvert af rusli úr hergögnum, ekki síður en í skerjagarðinum. Henry þekkir maga sem virkar sprengjur hafa limlest. Lítil sprenging er nóg, og maður þarf ekki einu sinni að vera mjög nálægt. Það er nóg að fá eina eða tvær flísar djúpt í sig til að öllu sé lokið. Ef maður er ekki svo stálheppinn að Petsamo sé nærstaddur. Henry hefur tröllatrú á lækningamætti Petsamos.

Eftir örfáar nætur er komin horuð kanína í eina gildruna. En Henry er vantrúaður. Hann óttast að kanínugreyið muni éta okkur út úr húsi. Jurtaleifarnar þarf í áburð, en ekki til að fóðra kanínur. En ég þráast við, og bráðlega erum við komnir með þrjár kanínur í búr undir rúminu mínu. Að vísu éga þær græn blöð, en ær gefa líka frá sér kúlur, sem eru afbragð í brenni þegar búið er að þurrka þær, eða sem áburður.

Dag nokkurn kemur Petsamo aftur. Hann er með sóran bakpoka og lítinn línsekk bundinn við beltið. Mér léttir mjög að sjá hann koma, því Henry hefur átt fjarska erfiða nótt. Allt frá rökkri og fram í dagrenningu hefur hann setið við borðið með ennið á pottbrúninni og ekki einu sinni komið sér að því að rena að pissa. En Petsamo kemur til hjálpar. Í bakpokanum geymir hann tengur, nálar, áburð, grisjur, spritt, flísatöng, og tvær bognar þvagpípur úr málmi. Hann lætur þær báðar í sjóðandi vatn á eldstæðinu. Ég fæ ekki að vera viðstaddur þegar hann tappar af Henry, heldur er ég rekinn út.

Um kvöldið er Henry óeðlilega hress og upprifinn. Hann er æstur í viðskipti við Petsamo. hann kaupir lampaolíu og spínat- og sólrósarfræ sem eru vandlega vafin inn í fallhlífarsilki. hann kaupir líka raf - hvað sem hann ætlar sér nú með það. Ennfremur hrísgrjón, naglbít og öskju af ryðguðum nöglum af ýmsum stærðum. Ég skil ekki með hverju hann ætlar að borga þetta allt. Þegar ég spyr, er mér sagt að halda kjaft og búa til kvöldmat.

(40-1)