Dynfaravísur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1972
Flokkur: 


Úr Dynfaravísum:

Sigling

Handan við þokuna flýtur ferðbúið skip.
Ferjumaðurinn bíður þar dulur á svip.

Innan stundar verður frá landi lagt.
Ekki mun grátið, ekki hlegið og ekkert sagt.

Við tekur nóttin endalaus, dökk og dimm.
Daufar stjörnur skína mér tvær og fimm.

Óminnishegrinn flýgur landi fjær
frá því lífi sem ég var brot af í gær.

Loks mun ég sökkva einn í botnlausan brunn
frá birtunni tæru sem lykur um rauðan munn.

(s. 38)