Dúfa töframannsins : Sagan af Katrínu Hrefnu yngstu dóttur Einars Benediktssonar skálds

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989

Af bókarkápu:

,,Við ráðum svo litlu, dúfan mín, sagði pabbi eitt sinn við mig. ,,Þú ert á gangi úti á götu. Allt í einu mætir þú manni, spjallar við hann stundarkorn - og ef til vill er líf þitt gjörbreytt eftir það.

Þannig mælir Katrín Hrefna, yngsta dóttir Einars Benediktssonar, í endurminningum sínum. Ævintýralegt líf hennar líkist fremur skáldsögu en veruleika, og auk þess varpar hún nýju ljósi á föður sinn, hið stórbrotna skáld og framkvæmdamann sem var langt á undan samtíðinni í hugsjónabaráttu sinni. Hún lýsir honum á hispurslausan og áhrifaríkan hátt, ágæti hans og yfirburðum, en jafnframt veikleika og vanmætti.