Dröfn og hörgult

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2014
Flokkur: 

Baldur gekk frá handriti bókarinnar áður en hann lést, hún var gefin út eftir hans dag.

Úr bókinni:

Til hvers?

Til hvers er að yrkja
það er einsog að birkja
meri í afveltu
og enga sér björg fær veitt

meri komna að köstum
     og klökkna yfir henni

þetta var ansi leitt

Nú klakar gamalt gægsni:
ríðum sem fjandinn!

Þó fjölgar í stóði
fylhross á mýrinni heima …
     eitt og eitt

Yndislega afþreying
aðeins barnaglingur
Kringum þína sæld ég syng
     svolítið ævintýr

(17)