Drápa

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2014
Flokkur: 

Úr Drápu:

Stjörnurnar hafa fallið
úr festingunni
sáldrast yfir götur

Brotin stingast
eins og hnífsoddar
upp úr mjöllinni

Flugvél brýst
út úr skýjunum

strýkst við
marglit þökin
í miðbænum

Í Reykjavík
fellur nóttin
með hvini

eins og öxi

(5-7)