Disneyrímur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978
Flokkur: 

Myndir: Sigrún Eldjárn

Úr Disneyrímum: 

18
Kannast ég við kauða þennan, kommagreyið,
þú ert nagdýr, þjóðfélagið
þú og Upton sundur nagið.
 
19
Þið skrifið róg um ræmulist í rauðar bækur.
Disney Hall á dyrnar rekur,
d´Or sinn kreppta hnefa skekur.
 
20
En Iwerks leggst í þanka þegar þvargi sleppir:
Tautar: ,,Nagdýr, tekur pappír,
teiknar höfuð, búk og lappir.
 
21
Lyftir þreyttur þunnu blaði: ,,Er þetta svarið?
Er þetta nýja Disneydýrið?
Dæmið nú um litla stýrið.
 
22
Myndin sýnir músarkríli í mennsku formi.
Allir létta af sér harmi,
óðum þorna tár á hvarmi.