Á myndarkápu:
Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaför til Norges. Þeir félagar þreytast fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað “Dalalífsvikur” fyrir borgarbúa – og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd. Endalaus röð af skemmtilegum persónum kemur við sögu: Auðjöfurinn J.R. ( “I love it!”) kántríkóngurinn Hallbjörn, færeyska stúlkan, Framsóknarframbjóðandinn, Allsherjargoðinn o.fl.
Handrit og leikstjórn: Þráinn Bertelsson.
Leikarar:
Karl Ágúst Úlfsson
Eggert Þorleifsson
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir
Sigurður Sigurjónsson
Jón Ormar Ormsson
Sveinbjörn Benteinsson