Dagur ei meir : Ljóð 74

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1975
Flokkur: 

Myndir eftir Erró.

Úr Dagur ei meir:

Þjóðhátíð

[brot]

1.
Á Þingvelli breytist fjórðungur
þjóðarinnar
í huldufólk
fornmenn
og æfintýri:
ég sé enn fyrir mér
þetta þjóðlíf á Völlunum
og fólkið í fangbrekku
í litklæðum
á svörtu hrauni og í grænu grasi
og út í þessa birtu
og þennan bláma
hverfur hljóðlát bæn,
hverfur þökk fyrir þessa von,
eftirvæntingu
og fyrirheit:
sannliga, sannliga er sagt
að Ingólfur færi fyrst
úr Norvegi til Íslands.
Og þjóðskáldið blessar
lyng og grös
með orðum sínum,
fljúga þau milli hans og okkar,
frá einni öld til annarrar
eins og fuglar milli himins
og jarðar.