Dagnætur

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993
Flokkur: 

Úr Dagnætur:

Haust

Kartöflugrös
ilmur úr moldinni
holur hljómurinn
þegar fyrstu kartöflurnar
nema við fötubotninn
æ æ stungið í gegnum
stærstu kartöfluna
sársauki í svipnum
þegar hún er dregin
af kvíslinni
mold í sárinu
tjörulykt af striga
þegar ein fatan af annarri
fer í pokann
hver á nú að bera
pokana upp í bíl
eftir að pabbi
lenti í sjóinum
segir lítill drengur
og strýkur
moldugri hendinni
yfir ennið