Bylgjur

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1961
Flokkur: 

Úr Bylgjum:

- Ég skal ekki tefja þig. Var það draumur eða veruleiki, að þú hjálpaðir mér hingað upp í gærkvöld? - Það var veruleiki. Þú gazt varla staðið á fótunum, en mér fannst þú bezt kominn uppi á legubekknum þínum. - Hvað kom þér til að hjálpa mér? - Ég kenndi í brjósti um þig. Hann brosir raunalega. – Það eru nú ekki margir sem gera það. - Hversvegna ertu að drekka þetta áfengi, sem fer svona illa með þig? - Vegna þess að það lætur mig gleyma um stundarsakir. Flaskan er eini vinurinn sem ég á. Sársaukinn og vonleysið í rödd hans snertir viðkvæmasta strenginn í sál Huldu, og hún segir: - Áfengið er aldrei vinur þinn til neins. Það er ótæmandi uppspretta ógæfunnar í sinni hryllilegustu mynd. Reyndu að forðast það. Ævar horfir undrandi á Huldu. Svona hefir enginn talað við hann áður. - Það er satt sem þú segir, en olnbogabörn lífsins tigna oft vínguðinn. Í veldi hans er faðmur gleymskunnar opinn, svarar hann alvarlegur. - Vínguðinn lætur engan gleyma, heldur lamar vit mannsins og siðferðisþrek og dregur sál hans niður í órjúfandi myrkur hræðilegustu spillingar. Áttu enga góða vini? - Nei, síðan móðir mín dó, hefi ég engan sannan vin átt. Hefði hennar kærleiksríka hönd náð til mín, væri ég sennilega ekki eins illa á vegi staddur og ég er nú. Ævar klökknar. Hjarta ungu stúlkunnar brennur af samúð og meðaumkun með þessum ógæfusama pilti.

(s. 22-23)