Á brún alls fagnaðar: ljóð handa Hrafni

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000
Flokkur: 
Bókin er sameiginlegt verk Guðrúnar Evu og Hrafns Jökulssonar. Annar titill: Hrafn Jökulsson: Stiginn til himna: ljóð handa Evu.
Úr Á brún alls fagnaðar:
nú veit ég
gamall maður sagði mér einu sinni: eva mín, þegar þú eignast
einhvern tíma mann, ekki segja honum allt sem gerðist ÁÐUR
mikill spekingur ert þú, sagði ég af því ég vissi ekki betur
nú veit ég að það er ekkert áður, það er bara NÚNA og það
eina sem ég hef að segja um hið meinta áður er þetta:
hefði ég vitað
að allt sem ég gerði
gerði ég til að ganga í augun á þér
hefði ég vandað mig meira