Brotahöfuð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Úr Brotahöfði:

Í ÞESS GULLNA asna fyrstu bók segir á einum stað frá merkilegri hegðan þess dýrs er castor eða bifur nefnist. Er veiðimenn og hundar að honum fara og dregur saman með þeim svo hann skynjar sig glataðan vera, þá grípur hann til þess örþrifaráðs að hann af sér bítur sinn leyndarlim og leggur í götu sína í þeirri von að eftirfylgjendur þá staldra muni við er liminn finna, svo bifrinum sjálfum ráðrúm gefist til þess undan að komast. Tröllskaparkvinnan Meroe er á bókinni sögð hafa sér í nyt fært þetta dýrsins hátterni til að ná sér niðri á einum sinna friðla er haft hafði framhjá henni með annarri konu. Með einu sínu áhrínsorði breytti hún þeim arma friðli þann veg í einn bifur, án efa svo vonandi að hann í þeim ham ofsækjendum mæta kynni og á slíka aflimun brygði og mætti svo ekki sinni nýju frillu duga er í mannsham kæmist á ný. Að svoddan tilfelli sönn muni vera má ólíklegt teljast en líkindin til hins aftur meiri að þau skoðast skuli sem í sér hyljandi aðra merkingu. Á þessum stað trúlegast þá að jafna megi því meinta bifursins hátterni við þeirra manna hegðan er of mikið í sölur leggja til þess undan grimmum örlögum að sleppa.

(s. 88-89)