Brosbókin

Brosbókin
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2013
Flokkur: 

Myndir Elsa Nielsen

Um bókina

Dag einn hverfur brosið hennar Sólu á dularfullan hátt. Mamma og pabbi eru í öngum sínum. Hafði Sóla týnt brosinu sínu á meðan hún svaf? Hafði kannski einhver stolið því? Brosbókin er nútímalegt ævintýri þar sem allt getur gerst. Myndskreytingar gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

Kennsluefni sem fylgir bókinni má nálgast hér.

Úr bókinni

Mamma og pabbi byrjuðu strax að leita. Þau grömsuðu í úfnu hárinu á Sólu, hvolfdu úr vösum og sneru við sokkum en ekki fannst brosið.