Bræðrabönd: Saga Frímúrarahreyfingarinnar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1981
Flokkur: 


Af bókarkápu:Úlfar Þormóðsson rithöfundur hefur tekið saman tveggja binda verk um hina alþjóðlegu frímúrarareglu og íslenska frímúrara. Úlfar er löngu þjóðkunnur rithöfundur og blaðamaður. Frá hans hendi hafa komið út fjórar skáldsögur. Rit hans um frímúrara er unnið út frá sjónarmiðum rannsóknarblaðamennsku.Úr Bræðrabönd:Frímúrarareglan er heimshreyfing. Hún er hvorki skátafélag né hjálpræðisher. Hún er heldur ekki glæpamafía. Hún er félagsskapur allra valdamestu manna hérlendis og erlendis. Innan hennar raða er að finna æðstu menn framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Allir valdaþræðir þjóðlífsins tvinnast saman innan hennar. Með frímúrurum hafa verið teknar stjórnmálalegar ákvarðanir sem djúpt markar enn fyrir í íslensku þjóðlífi og reyndar mannkynssögunni allri.Ris frímúrarareglunnar hérlendis er ekki hátt nú um stundir. Engu að síður er samsetning hennar með þeim hætti, að þar kunna að verða teknar þær ákvarðanir sem ekkert fær hindrað að nái fram að ganga nema vitneskja fólksins í landinu um eðli og starfsaðferðir þessa leynifélagsskapar. Því fyrir frímúraranum er frímúrari eitt og maður, sem er ekki frímúrari, annað; frímúrarinn, verk hans, lög og reglur æðri verkum hins óinnvígða manns, lögum hans og reglum.(s. 7)