Börn Arbats

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989

Um þýðinguna

Skáldsagan Deti Arbata eftir Anatoli Rybakov, í þýðingu Ingibjargar.

Sagan gerist í Arbat-hverfinu í Moskvu og fjallar um Sasha Pankratov og vini hans. Í upphafi sögunnar eru þeir um tvítugt, lífsglaðir, ástfangnir og trúaðir á sósíalismann. En skjótt skipast veður í lofti, Sasha er rekinn úr Æskulýðssamtökum Kommúnistaflokksins, handtekinn og sendur í þriggja ára fangavist í Síberíu. Á meðan herðir Stalín tökin í Moskvu og hugsjónamennirnir ungu bregðast við, hver með sínum hætti.

Úr Börnum Arbats

Þar við bættist óvænt og óskiljanleg handtaka Sasha ... Þegar hann leiddi hugann að henni kom yfir hann þjakandi tilfinning leiða og vonleysis. En hann þekkti ekki aðstæðurnar. Áreksturinn við bókfærslukennarann var ekki næg ástæða fyrir handtöku, enda hafði Soltz endurreist Sasha. Nær var að leita ástæðanna í því sem Sasha hafði sagt honum nóttina góðu, um yfirlæti Stalíns, bréf Leníns ... Hafði hann lesið bréfið frá Lenín? Hvar? Hvenær? Hjá hverjum? Yfirlæti Stalíns ... Hafði hann sagt þetta við fleiri? Við hverja? Talaði hann frá eigin brjósti eða hafði honum verið innrætt þetta? Hver hafði gert það? hann átti heimtingu á að fá að vita þetta allt, hér var um systurson hans að ræða, hann átti heimtingu á nákvæmri og óhlutdrægri rannsókn málsins.

(s. 97-98)