Bónusljóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Úr Bónusljóðum

Hér drýpur smjör
úr hverri hillu
ég geng um ganga
með lokuð augu
og útréttar hendur
og þreifa á
banana og ananas
radísum og rófum
agúrkum og avocado

kerran fyllt af sumri og sól
í öllum regnbogans litum.

Eva í aldindeildinni
freistast til að bíta
í safaríkt epli
á sértilboði

grunlaus

um alsjáandi auga
myndavélarinnar.

(s. 8-9)