Blysfarir

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007
Flokkur: 

Úr Blysförum:

Skóhlífar og mjólk
segir hann næst þegar ég spyr hvort ég eigi
að færa honum eitthvað yfir hafið
alla leið heim til sín í rótlausa íbúðina
þar sem sjónvarpið gengur
látlaust

gamaldags skóhlífar og bláa mjólk
segir hann en það er
of seint
ég er þegar farin af stað með lakkrís og fjall
í ferðatöskunni

ég veit ekki að bréfið
með svívirðingunum
er
á leiðinni til mín í pósti

(bls. 102)