Blindur hestur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2015
Flokkur: 

Kom út í 3. tbl. tímaritsins 1005.

Úr bókinni:

Hlutföll
Handa Vladimir Nabokov

Ég á svarthvíta ljósmynd af rithöfundi. Hann er með hátt enni og situr í djúpum stól. Fyrir framan hann, og í forgrunni myndarinnar, er opin orðabók. Höfundurinn hallar undir flatt. Hann er í hvítri skyrtu og eins og það eigi að fara að ferma hann, eftir tvo eða þrjá tíma, hann um sextugt. Orðabókin er stærri en höfundurinn. Höfundurinn kemst fyrir inni í orðabókinni. Það er hægt að fletta honum upp. Það er kvöld. Heimurinn er fyrir utan gluggann. Ég virði myndina fyrir mér. Hún er stærri en ég.