Á blikandi vængjum

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1966
Flokkur: 

Úr Á blikandi vængjum:

Nanna stígur í skyndi niður í efstu stigatröppuna og ætlar að taka þá næstu með sama hraða, en skeikar í spori og nær ekki fótfestu, missir þegar jafnvægi og steypist áfram. Það sem nú gerist er svo leiftursnöggt, að Nanna áttar sig naumast á því, hún fellur niður stigann og rekur ósjálfrátt upp skelfingaróp. En í sama andartaki er hún gripin tveim sterkum örmum og staðnæmist mjúklega í faðmi karlmanns, sem hún aldrei áður hefir augum litið. Á meðan hún er að átta sig til fulls á því sem gerzt hefir, verður henni ljóst að sá sem greip hana í fallinu, er ungur maður einkennisklæddur, gervilegur og fríður sýnum. Hún hvílir nokkur andartök í örmum hans, máttvana og reikul, og mætir nú augum hans dökkbrúnum og brosandi, sem horfa á hana róleg og athugandi. Um hana fer hlýr og þægilegur straumur, og hjarta hennar sem rétt áðan titraði í skelfingar ótta, slær nú létt og óttalaust í barmi hennar. Þessi ungi maður hefir forðað henni frá falli, sem hefði getað valdið henni alvarlegu slysi, og nú hefir hún áttað sig að fullu. Hún losar sig úr faðmi unga mannsins í skyndi og stendur nú frammi fyrir honum eins og hálffeiminn krakki.

(s. 30)