Bíttu á jaxlinn Binna mín

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 


Úr Bíttu á jaxlinn Binna mín:

Beta vatt sér niður um hellisopið og við hinar fylgdum fast á eftir. Það var þröngt fremst í hellinum og við skriðum á hnjánum örlítið innar. Þar var hægt að standa upp og svört hvelfingin birtist fyrir framan okkur. Á einum stað var gat á hellisþakinu og örlítil skíma tróð sér þar niður. Það var þó ekki nóg svo það kom sér vel að hafa vasaljós. Við kveiktum á þeim og lituðumst um. 
 Stelpur, ég held ég sé búin að finna beinagrindina af víkingnum, sagði ég, setti upp hræðslusvip og lýsti upp á mér andlitið með vasaljósinu.
 Hvar? hrópaði Gunna og fraus í sporunum.
 Beint fyrir aftan þig Gunna, hvíslaði ég. Ekki hreyfa þig. Þetta er risastór beinagrind með víkingahjálm og öxi reidda á loft. Hún þokast hægt í áttina til þín.
 Skammastu þín, skepnan þín, sagði Gunna um leið og hún sneri sér við.
 Ósköp getur þú stundum verið andstyggileg Binna, sagði Villa í umvöndunartón.
 Það er ekki víst að ég nenni að vera vinkona þín mikið lengur, tautaði Gunna. Ef það eru einhverjir draugar hérna niðri þá hanga þeir örugglega allir fyrir aftan þig þarna hrekkjusvínið þitt.
 Hættið stelpur og komið hingað! kallaði Beta. Hún var komin út í myrkvað skot í hinum enda hvelfingarinnar.
 Ég held að ég hafi fundið beinagrindina. Beta kraup og lýsti niður á grjóthrúgu.
 Við færðum okkur varlega nær en vorum ekkert að flýta okkur.
 Látið ekki svona, sagði Beta. Komið og sjáið öll beinin.
 Við litum yfir öxl hennar - og viti menn! Þarna var beinahrúga. Við hlið hrúgunnar var tréskilti sem á var málað með rauðri málningu: Varúð! Dauðir víkingar.
 Hvert þó í logandi! sagði ég og saup hveljur.
 Váá! sagði Gunna og starði á hrúguna.
 Alvöru víkingar, hvíslaði Villa og kraup niður við hlið Betu.

(s. 57-59)


Úr Bíttu á jaxlinn Binna mín:

Beta vatt sér niður um hellisopið og við hinar fylgdum fast á eftir. Það var þröngt fremst í hellinum og við skriðum á hnjánum örlítið innar. Þar var hægt að standa upp og svört hvelfingin birtist fyrir framan okkur. Á einum stað var gat á hellisþakinu og örlítil skíma tróð sér þar niður. Það var þó ekki nóg svo það kom sér vel að hafa vasaljós. Við kveiktum á þeim og lituðumst um. 
 Stelpur, ég held ég sé búin að finna beinagrindina af víkingnum, sagði ég, setti upp hræðslusvip og lýsti upp á mér andlitið með vasaljósinu.
 Hvar? hrópaði Gunna og fraus í sporunum.
 Beint fyrir aftan þig Gunna, hvíslaði ég. Ekki hreyfa þig. Þetta er risastór beinagrind með víkingahjálm og öxi reidda á loft. Hún þokast hægt í áttina til þín.
 Skammastu þín, skepnan þín, sagði Gunna um leið og hún sneri sér við.
 Ósköp getur þú stundum verið andstyggileg Binna, sagði Villa í umvöndunartón.
 Það er ekki víst að ég nenni að vera vinkona þín mikið lengur, tautaði Gunna. Ef það eru einhverjir draugar hérna niðri þá hanga þeir örugglega allir fyrir aftan þig þarna hrekkjusvínið þitt.
 Hættið stelpur og komið hingað! kallaði Beta. Hún var komin út í myrkvað skot í hinum enda hvelfingarinnar.
 Ég held að ég hafi fundið beinagrindina. Beta kraup og lýsti niður á grjóthrúgu.
 Við færðum okkur varlega nær en vorum ekkert að flýta okkur.
 Látið ekki svona, sagði Beta. Komið og sjáið öll beinin.
 Við litum yfir öxl hennar - og viti menn! Þarna var beinahrúga. Við hlið hrúgunnar var tréskilti sem á var málað með rauðri málningu: Varúð! Dauðir víkingar.
 Hvert þó í logandi! sagði ég og saup hveljur.
 Váá! sagði Gunna og starði á hrúguna.
 Alvöru víkingar, hvíslaði Villa og kraup niður við hlið Betu.

(s. 57-59)