Á bersvæði

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Úr Á bersvæði:

Kindur

Og nótt eina í birtunni
rýjum við þær fáu kindur
sem þeir búa með enn
til málamynda og ala
heima árið um kring

gibba gibb, þær
hlýða kalli Gísla:
líða fram, gegnum húmið
litlir skýhnoðrar utan
úr buskanum

og hundarnir rýna
á móti þeim, sperrtir
en þægir sem lömb
þeir hafa ekkert nema
gott um þetta að segja:
ekki bofs og

klippa klipp syngur
flugbeitt járn –
engin ský, engin
nótt yfir jörð
rúnar kindurnar
eigra útí bláinn