Beggja skauta byr

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1986
Flokkur: 

Úr Beggja skauta byr:

„Gjörðu svo vel að ganga inn,“ heyrir hann næst frá móður sinni og um leið eru eldhúsdyrnar opnaðar. Sævaldur Már lítur til dyra. Móðir hans kemur inn í eldhúsið og með henni ung stúlka, sem hann hefur aldrei séð fyrr. Trúlega vinnufélagi mömmu, hugsar hann og virðir stúlkuna fyrir sér andartak. Hún er há og grannvaxin með mikið ljóst hár, fríð sýnum og einkar glaðleg á svip. „Sæll, Sævaldur minn,“ segir Indíana léttum rómi. „Hér er ég komin með gest. Má ég kynna? Steina Rún, Sævaldur Már yngsti sonur minn.“ „Sonur þinn, Indíana,“ svarar Steina Rún og brosir. „Ég sem hélt að þú ættir við manninn þinn, þegar við ræddum viðgerðina á hjólinu. Hún réttir Sævaldi Má höndina. „Komdu sæll,“ segir hún og brosið er enn á andliti hennar. „Sæl,“ svarar hann og þrýstir hönd stúlkunnar örsnöggt með þykkri, heitri sjómannshönd sinni. Hann er hár og þreklegur á vöxt, hárið svart og hrokkið, augun skarpleg dökkbrún að lit. Þessi sonur hennar Indíönu er í senn fríður sýnum og karlmannlegur, flýgur í gegnum huga Steinu Rúnar um leið og hann sleppir hönd hennar.
(s. 14-15)