Barndómur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005

Um þýðinguna

Þýðing Rúnars Helga á sjálfsævisögu Suður-afríska rithöfundarins J. M. Coetzee. Titill á frummáli er Boyhood. Með eftirmála eftir Rúnar Helga.

Úr Barndómi

Þótt hann fari í bíó á hverjum laugardegi hafa kvikmyndir ekki sömu áhrif á hann og í Höfðaborg þar sem hann fékk martraðir um að kremjast undir lyftum eða falla fram af klettum eins og hetjurnar í framhaldsþáttunum. Hann skilur ekki af hverju Errol Flynn, sem er eins hvort sem hann leikur Hróa hött eða Alí Baba, á að heita mikill leikari. hann er orðinn þreyttur á einhæfum eltingarleikjum á hestum. Skósveinarnir þrír eru nú orðnir kjánalegir. Og það er erfitt að trúa á Tarsan þegar maðurnn sem leikur Tarsan er alltaf að breytast. Eina myndin sem hefur áhrif á hann er mynd þar sem Ingrid Bergman fer inn í lestarvagn sem er sýktur af bólusótt og deyr. Ingrid Bergman er uppáhaldsleikkona móður hans. Er lífið svona: Gæti móðir hans dáið hvenær sem er vegna þess eins að hún las ekki á skilti í glugga?

Svo er það útvarpið. Hann er vaxinn upp úr barnatímanum en heldur tryggð við framhaldssögurnar: Súpermann klukkan 5:00 á hverjum degi (,,Upp! Upp, af stað nú!), töframaðurinn Mandrake klukkan 5:30. Uppáhaldssagan hans er ,,Snjógæsin eftir Paul Gallico sem stöðin A Service útvarpar hvað eftir annað vegna fjölda áskorana. Þetta er sagan af villigæsinni sem leiðir bátana frá ströndum Dunkerque til Dover. hann hlustar með tárin í augunum. Einn daginn langar hann til að verða jafn tryggur og snjógæsin.

(46)