Axlabönd og bláberjasaft

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 

Myndir: höfundur.

Úr Axlabönd og bláberjasaft:

Geimbáturinn opnast og tvö höfuð gægjast út. Jú, alveg rétt, þetta ER Bétveir! Hann klifrar upp á geimbátinn.
 Áki og Bétveir virða hvor annan fyrir sér góða stund. Bétveir er alveg eins og hann var þegar Áki sá hann síðast. Með tvö höfuð, fjórar hendur, fjóra fætur og alls konar takka og mæla á maganum.
 - Komdu sæll, segir Áki glaður. B
 étveir ýtir á nokkra takka og segir: - Blessaður og sæll, kæri vinur, mér gekk illa að finna þig. Hér er öðruvísi um að litast en síðast þegar ég kom. Þá var jörðin græn og loðin með gul og hvít blóm hér og þar. Nú er allt hvítt hvert sem litið er.
 - Hefurðu aldrei séð snjó? Snjóar ekki á stjörnunni þinni? spyr Áki.