Augu þín sáu mig

Höfundur: 
Útgefandi: 
Ár: 
2008
Flokkur: 


Útvarpsleikrit byggt á samnefndri skáldsögu Sjóns frá 1994. Leikgerð eftir Bjarna Jónsson sem einnig leikstýrði. Tónlist og hljómynd eftir múm.

Frumflutt sem jólaleikrit í Útvarpsleikhúsi RÚV á jóladag 2008.

Leikendur:

Víðir Guðmundsson, Birgitta Birgisdóttir, Kristján Franklín Magnús, Ólafur Darri Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigurður Skúlason, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Hjalti Rögnvaldsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Ólafur Egill Egilsson og Sjón í hlutverki engilsins Freude.

Um verkið:

Smábær í neðra Saxlandi að næturlagi - er nokkur staður friðsælli og ólíklegri til tíðinda? En hvað ef þetta er á stríðsárunum og dularfullur maður er nýkominn á gistiheimili staðarins, þar sem meðal annars þjónustustúlkan Marie-Sophie gengur til verka? Og hvernig getur stúlkan fagra orðið honum að liði?